Fréttir

Skúbb komið til Akra­ness og spenn­andi nýj­ung­ar á markað

Ísgerðin Skúbb kynnti í dag holl­ar og bragðgóðar nýj­ung­ar; Skúbb-boost og Skúbb-skál. „Við not­um líf­ræna gríska jóg­úrt frá Bi­o­bú í þess­ar nýj­ung­ar en við not­um líf­rænu mjólk­ina frá þeim í mjólkurís­inn sem á stór­an þátt í að gera hann svona góðan eins og raun ber vitni. Boost og skál er því virki­lega holl og góð […]

Uncategorized

Biobú endurnýar vörumerkið

Bio-Bú leggur af stað með nýtt merki 🥛 🌿 Við leggjum áherslu á náttúruvernd í okkar starfsemi. Í lífrænum landbúnaði leggjum við áherslu á félagsleg og hagfræðileg gildi þess að búið sé sjálfstætt. Nýja merkið talar til allra, hvort sem þeir skilja íslensku eða ekki, og vekur upp hughrif um einfaldleika og náttúruleg gæði og lífræna framleiðslu […]

Uncategorized

Skordýraútrýming heimsins áhyggjuefni

Heimurinn er í skordýra­krísu og afleiðing­arnar geta orðið hrikalegar fyrir mannfólkið segja vísindamenn. Ein milljón dýrategunda er í hættu á að deyja út og er helmingur þeirra skordýr. Á bilinu fimm til tíu prósent af öllum skordýrategundum hefur dáið út síðan iðnbyltingin hófst fyrir um 200 árum síðan. „Þetta er mjög truflandi að horfa upp […]

Uncategorized

Havarí hlaðvarp: Lífræn ræktun getur ráðið úrslitum

Kristján Oddsson, bóndi að Neðra Hálsi í Kjós, er viðmælandi Berglindar Häsler í öðrum þætti af Hlaðvarpi Havarí á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Kristján er frumkvöðull í lífrænni ræktun á Íslandi og einn eiganda fyrirtækisins Bióbú sem sérhæfir sig í vinnslu á lífrænum mjólkurafurðum. Kristján og kona hans, Dóra Ruf, stofnuðu fyrirtækið árið 2003. Í þættinum segir Kristján lífræna […]

Fréttir

Lífræn matvælaframleiðsla bindur meira en hún losar af gróðurhúsalofttegundum.

Áratuga rannsóknir víða um heim hafa leitt það í ljós að lífrænar ræktunaraðferðir hafa algjöra yfirburði hvað varðar umhverfisvernd og þar á meðal bindingu á gróðurhúsalofti úr andrúmslofti. Lífræn ræktun hefur í raun bestu tólin til að draga úr eða stöðva loftslagskreppuna. Hvað er skynsamlegra en að framleiða matvæli sem um leið bindur koltvísýring úr […]

Fróðleikur

Að snúa orsök yfir í lausn.

Nú hefur ríkisstjórn Íslands sett af stað aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Tilgangurinn er að koma böndum á gróðurhúsalofttegundir (GHL) sem hér sleppa út í andrúmsloftið vegna atferla mannsins og annara ástæðna, en þær eru taldar ábyrgar fyrir hlýnun andrúmsloftsins á jörðinni. Fram kemur í aðgerðaráætluninni að landbúnaður sé ábyrgur fyrir allt að 12,9%  útsleppingu á GHL […]

Gunnþór Kristján Guðfinnsson og Guðfinnur Jakobsson frá Skaftholti, dr. Pius Floris frá Plant Health Cure, Jóhann Ísleifsson og Sigríður Eiðsdóttir frá Vege ehf.
Fréttir

Ræktum jarðveginn

Jarðvegsvinur og Plöntunærir eru ný gerð af lífrænt vottuðum áburði og jarðvegsbæti á markaði hér á landi sem ætlað er að örva starfsemi jarðvegslífvera, bæta heilsu jarðvegsins og auka vöxt og uppskeru plantna. „Undirstaða þess að hægt sé að stunda lífræna ræktun er að jarðvegurinn sem notaður er til ræktunarinnar sé lifandi og heilbrigður,“ segir […]

Fréttir

Tilbúinn áburður: Lítill uppskeruauki. Mikil matarsóun.

Talið er að uppskeruaukinn af því að nota tilbúinn kemiskan áburð í ræktun sé um 20% í samanburði við lífræna ræktun þar sem eingöngu er leyfður lífrænn áburður. Matarsóun er hinsvegar talin vera um 33% á heimsvísu. (.https://www.ns.is/is/content/matarsoun) Ef við lítum á þessi tvö atriði í samhengi að þá virðist sem öllum uppskeruaukanum af tilbúna […]

Fréttir

Lífrænt er ekki bara hollara: Það bragðast líka betur.

Lífræn matvælaframleiðsla hefur verið í miklum uppgangi undanfarinn áratug og lengur og virðist þar ekkert lát á .Í júní 2017 sýndu skýrslur að sala á lífrænum vörum hefðu tvöfaldast síðan 2007, og að veltan væri nú um 47 billjarða dollara. Og það er nóg af góðum ástæðum fyrir því að markaðurinn fyrir lífræna vörur haldi […]