Mjólkin sem notuð er hjá Biobú kemur frá 2 búum þ.e. Búlandi í Austur landeyjum og Neðra Hálsi í Kjós. Á þessum búum hefur verið stunduð lífræn framleiðsla um árabil.

Í lífrænni mjólkurframleiðslu  er lögð áhersla á framleiðslu á hágæða mjólk og skiptir þar miklu máli fóðrunin á kúnum. Til að ná því markmiði er fóðrun með korni takmörkuð.

Nokkrar erlendar rannsóknir hafa sýnt að mjólk sem framleidd er með lífrænum aðferðum hefur meira af lífsnauðsynlegum fitusýrum eins og Omega-3 (1) og svo af konjugerðu fitusýrunni CLA.( 4-7 sinnum meira. Fer eftir árstíma og fóðrun. því hærra sem hlutfall af gras í fóðri því betra.)

Íslensk samanburðarrannsókn á mjólk frá Neðra Hálsi hefur staðfest að um 28% meira er af omega-3 í lífrænu mjólkinni(2) . CLA er einnig fjölómettuð eins og omega-3. Þessar fitusýrur eru taldar mikilvægar fyrir efnaskipti líkamans og geta verndað okkur frá ýmsum læknisfræðilegum vandamálum þar á meðal þunglyndi.

Þá hefur rannsóknarstofnun landbúnaðararins í Danmörku, ( Danmarks JordbrugsForskning 2004 ), einnig rannsakað innihald andoxunarefna og vítamína í lífrænni og hefðbundinni mjólk og sýna þær rannsóknir að lífræn mjólk í níu af hverjum tíu sýnum inniheldur mun meira náttúrlegra E-vítamína en hefðbundin mjólk. Hefur það m.a. í för með sér að geymsluþol hennar er betra.

Auk þessa sýna rannsóknirnar að innihald carótenóíða er tvisvar til þrisvar sinnum hærra í lífrænni mjólk en hefðbundinni en það hefur áhrif á bragðið því efnið á sinn þátt í að mynda ýmsa bragðþætti mjólkurinnar.

Mjólkin er auk þess rík af próteini, kalki, og steinefnum. Til viðbótar við E vítamínið fylgir fitunni einnig fituleysanlegu vítamínin A og D.

Að jafnaði er minni mjólkursykur í lífrænni mjólk sem er jákvætt fyrir fólk með mjólkuróþol.(3)

Neytendur velja lífrænt meðal annars vegna þess að þeir telja að náttúrulegri framleiðsla gefi af sér hollari matvörur. Rannsóknir staðfesta þetta.

Samkvæmt þeim stöðlum sem mjólkuriðnaðurinn hefur sett um gæði mjólkur, að þá flokkast mjólkin frá þessum búum að jafnaði sem fyrsta flokks mjólk. Þá skiptir miklu að um lífræna framleiðslu er að ræða, sem varðar miklu um hollustu vörunnar.Taflan hér að neðan sýnir þau efni sem mælt er fyrir hjá rannsóknarstofnun mjólkuriðnaðarins. Um er að ræða sýni sem mæla almenn gæði mjólkurinnar með tilliti til heilbriðgis mjólkurkúa og hreinlætis við mjaltir. Þá er efnainnihald mjólkurinar mælt eins sjá má ef taflan err skoðuð.

Lögð er mikil áhersla á að mjólkin sé laus við aðskotaefni eins og sápu eða sótthreinsileifar. Það er gert með því að skola vel mjaltabúnað og tank eftir hvern þvott með miklu af hreinu vatni.

Nauðsynlegt er að nota einhverskonar smyrsl á spenana til að halda þeim mjúkum og verja fyrir óhreinindum og öðru. Mikið framboð er á hverskonar efnum í þeim tilgangi, og er það yfirleitt blanda af kemiskum efnum af einhverju tagi. Að Neðra Hálsi hefur undanfarin ár eingöngu verið notuð heimatilbúin smyrsl úr lífrænt ræktuðu hráefni. Grunnefnið er óbleikt bývax sem er blandað með ýmsum olíum úr t.d sólblómafræi, piparmintu, vallhumli og valurt ásamt ilmkjarnaolíum og getur samsetning veri breytileg.

Reynt er að komast hjá lyfjanotkun svo sem gegn júgurbólgu. Í staðinn eru notaðar náttúrulegri aðferðir svo sem hvítlauksolía , safi úr Aloa Vera plöntum og piparmynta.

Aloa Vera er einnig notað gegn súrdoða sem er algengt vandamál hjá mjólkurkúm. Sé notkun á fúkkalyfjum óhjákvæmileg t. d í tengslum við burð er útskolunartími fyrir sölu á mjólk úr meðhöndluðum kúm hafður helmingi lengri en í hefðbundinni framleiðslu.

Til að tryggja gott heilsufar, er kúnum einnig hleyft út að vetri til, en rannsóknir hafa sýnt að næg útivera og hreyfing eflir mótsöðuafl gegn sjúkdómum.

Mjólkursýni Neðri Háls Nóvember 2006
Skýring Vika 1 Vika 2 Vika 3 Vika 4
Sýnatökudagur var 02 07 16 21
Fríar fitusýrur 0,930 1,140 1,130 1,020
Fituprósenta 4,140 4,040 4,040 4,250
Frostmark í gr. á Celsius -0,527 -0,523 -0,527 -0,529
Frumufjöldi í þús. pr. ml. 248,000 278,000 244,000 235,000
Fitusnautt þurrefni í prósent 8,810 8,910 8,880 8,910
Líftala í þús pr ml 14,000 17,000 16,000 15,000
Geometrískt meðaltal frumur 290,000 289,000 284,000 280,000
Geometrískt meðaltal líftala 15,000 16,000 16,000 16,000
Geometrískt meðaltal líftala 15,000 16,000 16,000 16,000
Kasein 2,620 2,640 2,640 2,680
Mjólkursykurprósenta 4,500 4,590 4,550 4,530
Leiðr. fituprósenta 4,140 4,040 4,040 4,250
Leiðr. frumufj. í þús. pr. ml. 248,000 278,000 244,000 235,000
Leiðr. próteinprósenta 3,390 3,400 3,410 3,460
Próteinprósenta 3,390 3,400 3,410 3,460
Úrefni í millimólum pr. ml. 6,960 5,290 5,050 6,410

Fita landsmeðaltal: 3,99%
Prótein landsmeðaltal: 3.33%
Mjólkursykur landsmeðaltal: 4,7

1.) Jensen, S. K., A. K. Johannsen, et al. (1999). “Quantitative secretion and maximal secretion capacity of retinol, beta-carotene and alpha-tocopherol into cows’ milk.” J Dairy Res 66(4): 511-22.

Dhiman, T. R., G. R. Anand, et al. (1999). “Conjugated linoleic acid content of milk from cows fed different diets.” J Dairy Sci 82(10): 2146-56.

2. Samanburðarrannsókn unnin af Lýsi hf í desember 2002

Lífræn mjólk: Omega-3 fitusýrur í grunnhráefni: 2,16%
Lífræn mjólk: Omega-3 fitusýrur í grunnhráefni: 2,16%
Hefðbundin mjólk: Omega-3 fitusýrur í grunnhráefni: 1,56%
Um 38,4% meira af Omega-3 í lífrænni jógúrt.

3.Upplýsingar frá Rannsóknarstofnun Mjólkuriðnaðarins. Meðaltal 52 sýna sem náðu yfir allt árið 2003.

Lífræn mjólk: Mjólkursykur meðaltal ársins 2003: 4,54%
Hefðbundin mjólk: Mjólkursykur meðaltal ársins 2003: 4,72%
Um 4% minni mjólkursykur í lífrænni mjólk.