Biobú endurnýar vörumerkið

Bio-Bú leggur af stað með nýtt merki 🥛 🌿

Við leggjum áherslu á náttúruvernd í okkar starfsemi. Í lífrænum landbúnaði leggjum við áherslu á félagsleg og hagfræðileg gildi þess að búið sé sjálfstætt. Nýja merkið talar til allra, hvort sem þeir skilja íslensku eða ekki, og vekur upp hughrif um einfaldleika og náttúruleg gæði og lífræna framleiðslu án aukaefna.

Nýja Bio-Bú lógóið fangar það sem við stöndum fyrir án þess að víkja frá því sem gerir okkur einstök. Einfalt, eftirminnilegt og tímalaust.