Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran borðar og ræktar lífrænt

Ed, 29, og kona hans Cherry Seaborn, 27 ára, eru með gróðurhús á Suffolk búi sínu fyrir tómata, gúrkur og jarðarber. Og það eru ávaxtatré á stóru svæði og auk þess garður fyrir hvítkál, salat, lauk, gulrætur og fleira. Parið ætlar að bæta við búfénað sinn með því að fá sér kindur og geitur til að hafa á túninu neðst í garðinum en áður voru þau búin að fá sér hænur. Þau hafa bæði brennandi áhuga á lífrænum mat og á þessum erfiðu tímum er dýrmætt að vita að þau geti fengið afurðir beint úr garðinum. Ed notar nú tíma sinn, þegar fólki er ráðlagt að vera heima, í að sinna ræktuninni þar sem hún veitir honum mikla ánægju. Það er honum einfaldlega hvíld frá erilsömu tónlistarlífinu.

Heimild: thesun.com.uk.

Mynd:Getty Images – Getty