Skúbb komið til Akra­ness og spenn­andi nýj­ung­ar á markað

Ísgerðin Skúbb kynnti í dag holl­ar og bragðgóðar nýj­ung­ar; Skúbb-boost og Skúbb-skál. „Við not­um líf­ræna gríska jóg­úrt frá Bi­o­bú í þess­ar nýj­ung­ar en við not­um líf­rænu mjólk­ina frá þeim í mjólkurís­inn sem á stór­an þátt í að gera hann svona góðan eins og raun ber vitni. Boost og skál er því virki­lega holl og góð viðbót við flór­una hjá okk­ur. Líf­ræna gríska jóg­úrt­in er orku­mik­il og auðmelt­an­leg. Hún er einnig rík að omega 3-fitu­sýr­um sem og prótein­rík,“ seg­ir Jón Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri Skúbbs.

Jón seg­ir að líf­ræna gríska jóg­úrt­in sé ekki ein­ung­is holl og bragðgóð held­ur sé hún líka góð fyr­ir um­hverfið. „Bænd­urn­ir nota mun minna korn en aðrir en mjólk­in verður betri og rík­ari að nær­ing­ar­efn­um ef gras er uppistaðan við fóðrun kúa. Það er eng­inn til­bú­inn áburður sem er sér­stak­lega slæm­ur fyr­ir um­hverfið og jarðveg­inn.“

Helgi Rafn Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Bi­o­bú, seg­ist fagna sam­starf­inu við Skúbb. „Líf­ræna gríska jóg­úrt­in er ein­stök vara og ís­lensk­ir neyt­end­ur hafa tekið henni opn­um örm­um,“ seg­ir hann.

Skúbb­ís­inn er fá­an­leg­ur frá og með deg­in­um í dag hjá Café Kaju á Akra­nesi þar sem verður m.a. sér­stakt Skúbb-ís­borð.