Lífrænt er ekki bara hollara: Það bragðast líka betur.

Lífræn matvælaframleiðsla hefur verið í miklum uppgangi undanfarinn áratug og lengur og virðist þar ekkert lát á .Í júní 2017 sýndu skýrslur að sala á lífrænum vörum hefðu tvöfaldast síðan 2007, og að veltan væri nú um 47 billjarða dollara. Og það er nóg af góðum ástæðum fyrir því að markaðurinn fyrir lífræna vörur haldi áfram að vaxa: Ekki aðeins er lífrænn matur hollari fyrir þig, heldur er hann að sögn neytenda yfirleitt betri á bragðið.

Dr. Adelina Gschwandtner frá hagfræðideild Háskólans í Kent kannaði nýlega lífrænar innkaupavenjur í Kantaraborg, Englandi. Gögnum var safnað frá yfir 100 aðilum og niðurstöðurnar sýndu að tveir þættir virtust veita sterkustu hvatninguna til að fara í lífrænt: Betra bragð og betri heilsa. Sumir svarendur töldu einnig umhverfisvæn áhrif lífrænna matvæla, auk þess að hugsa um velferð dýra, sem hvatningu fyrir að velja lífrænt.

Þó að talsmenn erfðabreyttra lífvera í matvælaframleiðslu með tilheyrandi notkun á varnarefnum séu oft á tíðum fljótir að vísa á bug röksemdum fyrir því að velja lífrænt og benda jafnvel á að lífræn framleiðsla sé bara villandi tískufyrirbrigði, þó svo margvíslegar rannsóknir bendi á augljós jákvæð heilsufarsleg áhrif af neyslu lífrænna matvæla.

Á síðasta ári voru birtar niðurstöður 200 vísindarannsókna þar sem niðurstaðan var sú að verulegur munur var á innihaldi næringarefna í lífænni mjólk og kjötafurðum samanborðið við hefðbundna mjólk og kjöt.

Vísindin sýndu að lífrænar mjólkurafurðir og kjöt innihéldu mun meira af omega 3 fitusýrum. Reyndar kom í ljós að lífrænar dýraafurðir gáfu allt að 46% meira af omega-3 en hefðbundnar dýraafurðir. Og ávinningurinn endaði ekki þar: Rannsakendur bentu einnig á að lífrænar mjólkurafurðir og kjöt sýndu hærra magn af E-vítamíni og járni líka.

Ef við lítum til baka til ársin 2014 kom í ljós að lífræn matvæli geta hrósað sér af miklum heilsufarslegum yfirburðum fram yfir hefðbundin matvæli. Samanburðarrannsókn undir forystu Evrópusambandsins og Sheepdrove Trust skoðuðu 343 mismunandi samanburðarnnsóknir þar sem munurinn á heðfbundum og lífrænum matvælum var skoðaður. Hópur alþjóðlegra vísindamanna birti rannsóknina fyrir þremur árum í British Journal of Nutrition

Þar kom í ljós að lífrænir ávexstir og grænmeti innihéldu margfalt meira af andoxunarefnum og næringu en hefðbundnir ávegstir og grænmeti. Andoxunarefnin gátu verið allt að 19 til 69 prósent hærri í lífrænu fæðunni en þeirri hefðbundnu. Þar sem rannsóknir hafa sýnt að aukin neysla á ávöxstum og grænmeti sé heilsubætandi, má leiða að því líkum að lífrænir ávexstir og grænmeti sé betri fyrir okkur en hefðbundnir ávextir og grænmeti þar sem það lífræna er ríkara af jákvæðum næringarefnum.

Auðvitað er ávinningurinn af lífrænt ræktuðu vörum ekki aðeins bundin við hærri næringarefni; Það að vera laus við varnarefnaleifar og önnur kemísk efni sem notuð eru í landbúnaði og við vinnslu matvælanna er einnig mikill kostur. Rannsóknarteymið benti á að venjulega framleiddir ávextir og grænmeti væru fjórum sinnum líklegri til að innihalda varnarefnaleifar en lífrænt ræktað. Ennfremur var hefðbundin framleiðsla verulega líklegri til að vera menguð með kadmíum þungmálmi sem á rót sína í tilbúnum áburði.

Sú hugmynd að lífræn matvæli séu betri fyrir okkur hefur því miður verið stöðugt hafnað eða þögguð niður af hinum ýmsu hagsmunaðailum og fjölmiðlum.

En er það í raun erfitt að trúa því að matur sé betra fyrir þig þegar hann er ekki uppfullur af eitruðum efnum?

Heimildir fyrir þessa grein eru:

Kent.ac.uk

NaturalNews.com