Tilbúinn áburður: Lítill uppskeruauki. Mikil matarsóun.

Talið er að uppskeruaukinn af því að nota tilbúinn kemiskan áburð í ræktun sé um 20% í samanburði við lífræna ræktun þar sem eingöngu er leyfður lífrænn áburður. Matarsóun er hinsvegar talin vera um 33% á heimsvísu. (.https://www.ns.is/is/content/matarsoun) Ef við lítum á þessi tvö atriði í samhengi að þá virðist sem öllum uppskeruaukanum af tilbúna áburðinum sé hent og gott betur. Ávinningurinn er jú ódýrari matvæli í núinu.   Langtímáhrif eru hinsvegar gríðarlegt álag á vistkerfi jarðarinnar sem við eigum eftir að súpa seiðið af. (.http://www.bbl.is/frettir/frettaskyring/athygli-vakin-a-barattu-gegn-ofnotkun-kofnunarefnis-i-landbunadi/18179/ ) Kúabú með 48 mjólkurkýr notar sennilega um 30 tonn af tilbúnum áburði. 30 tonn af manngerðum næringarefnum sem dælt er inn lífkeðjuna á hverju ári frá einu búi. Getið þið ímyndað ykkur hvað þetta gerir mörg tonn á heimsvísu þegar litið er til allrar matvælaframleiðsl þar sem notaður er tilbúinn áburður?

Í júní kom út skýrslan „Nordic nitrogen and Agriculture“  sem fjármögnuð var af norræna ráðherraráðinu. Fjallar hún um köfnunarefni í landbúnaði á norðurslóðum, stefnumótun og ráðstafanir til að draga úr umhverfisáhrifum af völdum þessarar lofttegundar. Þar er lögð áhersla á nauðsyn þess að efla þekkingu til að auka skilvirkni í notkun köfnunarefnis í landbúnaði.

Bændablaðið fjallaði um þessa skýrslu í september s.l og sagði þar eftirfarandi:

“Í skýrslu norrænu ráðherra­nefndarinnar er sjónum nær eingöngu beint að köfnunarefnisnotkun í landbúnaði. Ekki er þó tekin nein hörð afstað í málinu. Þar segir að mjög vaxandi áhugi sé á alþjóðlega vísu fyrir því að lögð verði ríkari áhersla á þekkingaröflun sem leitt geti til betra skilnings á því hvernig stýra megi efnahringrás í náttúrunni, þar með á kolefni og köfnunarefni. Í skýrslunni er bent á að alþjóðleg samvinna þvert á landamæri hafi aukið skilning mann á að ofnotkun köfnunarefnis sé eitt af stærstu vandamálunum sem við er að glíma í landbúnaði. Það sé eitt af vandamálunum sem snerti loftmengun, ofmettun næringarefna í jarðvegi og vötnum og loftslagsbreytingar. Bent er á að það sé mikil áskorun að draga úr neikvæðum áhrifum landbúnaðar á umhverfið. Horfa þurfi á tæknilegar lausnir samhliða kerfisbreytingum. Draga þurfi úr sóun matvæla og auka skilvirkni í allri fæðuframleiðslunni. Hugsanlega líka að stýra neyslumynstri sem getur haft áhrif til að draga úr köfnunarefnismengun.”

Fram kom í skýrslunni að Danir hafa dregið úr notkun á köfnunarefni um 50% en þeir eru mjög framarlega í þróun lífræns landbúnaðar og stefna að því að gera allan danskan landbúnað lífrænan á næstu 20 árum.

Þá hefur komið í ljós að mest notuðu tegundirnar af skordýraeytri eru hættar að gefa aukna uppskeru þar sem skordýrin hafa myndað ónæmi gegn eytrinu. Því meira eytur sem notað er því meiri líkur á ónæmi hjá þeim skordýrum sem eytrinu er beitt gegn.  https://orgcns.org/2HPG1zk . Sömu sögur fara af notkun íllgresiseyturs. ( Bandaríkin)  Nýjar og íllskeittari plöntur  taka við af þeim sem eytrinu var beint gegn. Hættan er sú að akrarnir verði ónothæfir af þessum ástæðum.

Heimildir:  http://www.bbl.is/frettir/frettaskyring/athygli-vakin-a-barattu-gegn-ofnotkun-kofnunarefnis-i-landbunadi/18179/

Heimildir: https://orgcns.org/2HPG1zk