Lífræn ræktun vinnur gegn loftslagsbreytingum

Ný rannsóknir frá The Organic Center og Northeastern University í Bandaríkjunum sýna að lífrænn landbúnaður bindur meira kolefni í jarðvegi (sem tekið er úr andrúmslofti) og hjálpar þannig til við að berjast gegn loftslagsbreytingum. Þessi byltingarkennda rannsókn sannar að jarðvegur á lífrænum bæjum bindur og geymir verulega mikið meira magn af kolefnum – og í lengri tíma – en dæmigerður jarðvegu í hefðbundnum landbúnaði þar sem notaður er tilbúinn áburður. þessi mikilvæga rannsókn, sem Northeastern University stýrir í samvinnu við The Organic Center, er ný sönnun um það að lífrænir landbúnaðarhættir byggja upp heilbrigðan jarðveg og geta verið hluti af lausninni í baráttunni gegn hlýnun jarðar.

Rannsóknin byggist á einni af stærstu rannsókn á þessu sviði sem gerð hefur verið. Ein mikilvægasta niðurstða hennar er sú að að meðaltali hafa lífrænir bæir 44% hærra magn af humic sýru í jarðvegi – en hefðbundinn jarðvegur. Humic – sýra er ábyrg fyrir þeim eiginleika í jarðvegi að geta bundið og geymt kolefni til lengri tíma.

Sýni sem tekin voru á sveitabæjum sýndu að sýnin frá lífrænu búunum geymdu meira kolefni.
Þetta er í fyrsta skipti sem vísindarannsóknir hafa gefið nákvæma mynd af langtíma kolefnisbindingu í jarðvegi á lífrænum á móti hefðbundnum bæjum í Bandaríkjunum. . Rannsókn The Organic Center tekur tillit til bæja frá landinu öllu (Bandaríkjunum) og lítur þar á nákvæmasta mælikvarðann á kolefnisbindingu. Rannsóknin sýnir að humic efnin – fulvic sýra og humic sýra – voru stöðugt hærri í lífrænum en í hefðbundnum jarðvegi.

Rannsóknin leiddi í ljós að að jafnaði hafði jarðvegur frá lífrænum býlum:
• 13 prósent meira af lífrænu efni í jarðvegi
• 150 prósent meira af fulvic sýru
• 44 prósent meira af humic sýru
• 26 prósent meiri möguleika fyrir bindingu kolefnis til lengri tíma litið

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0065211317300676?via%3Dihub

Heimild: http://organic-market.info/news-in-brief-and-reports-article/breakthrough-study-shows-organic-cuts-agricultures-contribution-to-climate-change.html