Lífræn matvælaframleiðsla bindur meira en hún losar af gróðurhúsalofttegundum.

Áratuga rannsóknir víða um heim hafa leitt það í ljós að lífrænar ræktunaraðferðir hafa algjöra yfirburði hvað varðar umhverfisvernd og þar á meðal bindingu á gróðurhúsalofti úr andrúmslofti. Lífræn ræktun hefur í raun bestu tólin til að draga úr eða stöðva loftslagskreppuna. Hvað er skynsamlegra en að framleiða matvæli sem um leið bindur koltvísýring úr andrúmslofti. Lífrænn landbúnaður losar minna og bindur meira.  Hvernig halda menn að allur sá jarðvegur og gróðurmold sem nú þekur jörðina hafi orðið til. Hefur hún bara dottið niður af himni ofan bara si svona. Talið er að maðurinn hafi byrjað að yrkja sér til matar fyrir um 10 þúsund árum. Á þeim tíma hefur orðið til sú gróðurmold sem nú þekur jörðina og bændur nota til matvælaframleiðslu. Binding koltvísýrings úr andrúmslofti með plöntum eða trjám er hluti af náttúrulegu fyrirkomulagi. Tilbúinn áburður hindrar hins vegar þessa eðlilega bindingu á koltvísýring úr andrúmslofti og virkar þannig eins og tappi á eðlilega hringrás koltísýrings og kolefnis í öllu ræktunarlandi heimsins sem ekki er ræktað lífrænt. Og það sem verra er er að þar sem mikil notkun á tilbúnum áburði og eiturefnum er notað tapast lífrænt kolefni úr jarðvegi. Afleiðingin er sú að tilbúinn áburður er talinn ábyrgur fyrir stórtjóni og eyðileggingu á fjórðungi ræktnarlands í heiminum. Þá eru stór svæði í höfunum dáin eða um það bíl að deyja vegna ofmettunar á næringarefnum sem eiga sér rætur frá lífrænum úrgangi og tilbúnum áburði.  Ef við hinsvegar tækjum þá sameiginlegu ákvörðun að hafa alla matvælaframleiðslu lífræna þ.e.a..s. hætta notkun á tilbúnum áburði og öðrum eiturefnum (líka í einkagörðum) og lágmörkuðum matarsóun, gæti ræktunar og beitilönd heimsins bundið langt til allar þær gróðhúsalofttegundir sem nú er ofaukið í andrúmslofti. Þá yrði engin mengun í hafi frá tilbúnum aburði. Unnið yrði að því að lífrænn úrgangur verði notaður í áburð frekar en að henda í sjóinn eða urða.  (Nú kemur fullyrðingin um það að ekki sé hægt að fæða heiminn lífrænt) Stutta svarið við því er að í dag framleiðum við matvæli fyrir 10 milljarða en erum bara 7 milljarðar. Við hendum 33% af mat. Talið er að uppskera í lífrænni ræktun sé 20 % minni. Við getum fagnað. Við höfum enþá 13% af mat sem við getum hent þó við hefðum alla ræktun lífræna.

https://grist.files.wordpress.com/2009/06/rodale_research_paper-07_30_08.pdf

https://rodaleinstitute.org/https://rodaleinstitute.org/why-organic/issues-and-priorities/carbon-sequestration/

https://www.scientificamerican.com/article/only-60-years-of-farming-left-if-soil-degradation-continues/