07 júlí 2016

Ný vara frá Biobú

Biobú hefur hafið framleiðslu og dreifingu á hindberja jógúrt. Hún er einstaklega ljúffeng og er líkleg til vinsælda. Þessi nýja jógúrt er kærkomin viðbót fyrir unnendur lífrænnar jógúrtar frá Biobú því all langt er síðan ný tegund kom síðast á markað.

Lesa meira
21 júlí 2015

OFURFÆÐA!

Grísk jógúrt, vara sem er stútfull af góðri fitu og próteini.

Morgunmatur: Grísk jógúrt + múslí + skvetta af agave

Eftirréttur: Grísk jógúrt + kakó + agave + chia fræ

Köld sósa: Grísk jógúrt + handfylli rifinn gúrka + 2 hvítlauksrif + salt og pipar

 

 

 

 

Lesa meira
26 febrúar 2015

Breytt fóðrun á lífrænum mjólkurkúm

Vegna minni og lélegri heyja hjá bændum sem framleiða lífrænu mjólkina, hafa þeir þurft að grípa til notkunar á fiskiméli og lífrænu korni til viðbótar við grasfóðrun. Fiskimjölið og kornið eru notað til að dreifa yfir léleg hey til að auka lystugleika, og til að bæta upp léleg hey, en eins og vitað er að þá var síðasta sumar erfitt til heyöflunar vegna bleytu. Þess skal getið að fiskimjöl hefur sömu jákvæðu áhrifin á gæði mjólkur og gras eða hey. Korn hefur það hins vegar ekki. Biobú getur því ekki lengur staðið við þá fullyrðingu að mjólkin sé eingöngu frá grasfóðruðum kúm. Biobú biðst velvirðingar á þessum frávikum.Lesa meira
14 ágúst 2014

Mjólkurdreifing - uppfært

Að gefnu tilefni skal reynt að gera neytendum betur grein fyrir hvernig Biobú stendur að dreifingu á lífrænu mjólkinni svo auðveldara sé að nálgast mjólkina í þínu hverfi. Öðrum vörum Biobú er dreift um leið og mjólkinni, s.s. rjóma, jógúrt, skyri og skyrdrykkjum. Rétt er að benda á að um takmarkað magn er að ræða af mjólk í hverri búð en það fer eftir hve mikið er til af lífrænni mjólk hverju sinni.

Mjólk er pakkað tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum, mjólkinni er síðan dreift í eftirtaldar verslanir:

Lesa meira

Pages