Meiri kolefnisbinding í lífrænni ræktun

Fimmtudaginn 12. nóvember stóð Fagráð í lífrænum búskap fyrir málþinginu Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa. Málþingið var haldið með fjarfundarfyr-irkomulagi, en fundarstjóri var Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rekt-or Landbúnaðarháskóla Íslands. Fjallað var um ýmsar hliðar á líf-rænni ræktun og umhverfismálum; jarðvegsgerðir og kolefnisbindingu, lífrænan áburð, möguleika lífrænt vottaðra íslenskra afurða – og heil-næmi þeirra – og hagnýt atriði varðandi aðlögun að lífrænum búskap. Samhljómur var í fyrirlesurum um að brýn þörf sé á betri nýtingu lífrænna úrgangsefna.

Meiri kolefnisbindingí lífrænni ræktun

Þorsteinn Guðmundsson, doktor í jarðvegsfræði frá Háskólanum í Aberdeen og prófessor við LbhÍ, tók fyrstur til máls. Hann fór yfir nokkrar rannsóknir sem geta gefið vísbendingar um hvort kolefnisbinding sé meiri í jarðvegi í lífrænni ræktun samanborið við hefðbundna ræktun. Hann sagði að nánast engar íslenskar rann-sóknir væru til um þessi mál og erlendar rannsóknir hafi aðal-lega beinst að akurlendi, en ekki túnum. Erlend yfirlitsgrein frá 2012, sem Þorsteinn vísaði til, sýndi að lífrænt kolefni var heldur meira í tilraunareitum í lífrænni ræktun samanborið við hefðbundna ræktun. Meira hafði bundist jarðveginum og lífrænt efni jókst.

Hann segir að hafa beri í huga að yfirleitt sé það þannig að mun minna lífrænt efni sé í góðum jarðvegi erlendis en almennt á Íslandi. Í þessari rann-sókn sé hlutfallið 3,5 til 4,5 prósent – en það sé oft10 til 20 prósent áÍslandi.Önnur rannsókn sem Þorsteinn greindi frá sýndi að uppsöfnun kolefnis væri mjög mikil yfir langan tíma, með búfjáráburði einum saman, en fór heldur hnignandi til langs tíma í hefðbundinni áburðargjöf með tilbúnum áburði.Þorsteinn segir ljóst af rannsókn-um að með lífrænum áburði muni fást meira jarðvegslíf, betri húmus, og dreifingu á meiri dýpt.

Auk líf-ræns áburðar væri ákjósanlegt að nota smára eða lúpínu. Með líf-rænum áburði megi búast við álíka mikilli eða meiri bindingu á kolefni en fengist hefur með notkun tilbúins áburðar.Hann segir að með lífrænni rækt-un í móajarðvegi á Íslandi megi búast við að kolefnismagn aukist en eins og erlendis sé rétt að gera ráð fyrir að hámarki sé náð, trúlega eftir einhverja áratugi. Tilraunir sem hafa verið gerðar á Sámsstöðum, Akureyri og á Skriðuklaustri með tilbúinn áburð sýni fram á þetta og væntanlega myndi enn meira safn-ast upp ef lífrænn áburður væri notaður. Engar rannsóknir til hér á landi um akurlendiEngar rannsóknir hér á landi eru til, til að segja við hverju megi búast varðandi akurlendi.

Varðandi mýrarjarðveg, sem er lífrænn jarðvegur og með mjög mikið kolefni bundið, er meira bundið í neðri lögunum. Til að draga úr losun er hægt að hækka grunnvatnsstöðu. Í mýrum er málið að draga úr eða stoppa losun á gróðurhúsalofttegundum og greindi hann frá erlendum rannsóknum þar sem þetta er gert, grunnvatnsstöðu er haldið hárri en landið jafnframt nýtt.Þorsteinn greindi frá íslenskri rannsókn þar sem samanburður á örveruvirkni í reitum með tilbúnum áburði og á reit með sauðataði til fjölda ára var gerður. Mest örveruvirkni og umsetning var í sauðataðsreitunum. Tilraun gerð á Hvanneyri og sýnir ekki marktækan mun á kolefnishlutfalli í jarðvegi, uppskera þó mest í sauðataðsreitunum. Í annarri rannsókn þar sem borin voru saman jarðvegur á lífrænu búi og á hefðbundnu búi kom í ljós að örveruvirkni var einnig mest þar sem túnin voru í lífrænni ræktun. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður úr erlendum rannsóknum.Í svari við fyrirspurn Ragnheiðar fundarstjóra, varðandi rannsóknir sem ætti að ráðast í, mælir Þorsteinn með því að hluti af starfsemi LbhÍ verði tekinn undir rannsóknir á lífrænni ræktun, að rannsóknir verði gerðar í jarðrækt og helst langtíma rannsóknir