Lífræn mjólk með nýtt útlit og í umhverfisvænni umbúðir.

Mjólkin okkar er komin í þessar glæru flöskur svo hægt sé að koma henni í endurvinnslu! Ef henni er skilað hreinni með öðrum dósum og flöskum verður hún endurunnin. Biobú er lítið og krúttlegt fyrirtæki og eins og er höfum við ekki tök á að fjárfesta í fernupökkunarvél en erum einnig að skoða aðrar lausnir eins og að nota umhverfisvænar plast flöskur (e. plant based) sem brotna niður í ruslinu en þangað til verðum við að notast við þessar plastflöskur sem þó öðlast framhaldslíf ef þeim er skilað á sinn stað!