Lífrænt vottuð matvæli innihalda meira af góðum efnum og minna af slæmum.

Fimmtudaginn 12. nóvember stóð Fagráð í lífrænum búskap fyrir málþinginu Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa. Málþingið var haldið með fjarfundarfyr-irkomulagi, en fundarstjóri var Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rekt-or Landbúnaðarháskóla Íslands. Fjallað var um ýmsar hliðar á líf-rænni ræktun og umhverfismálum; jarðvegsgerðir og kolefnisbindingu, lífrænan áburð, möguleika lífrænt vottaðra íslenskra afurða – og heil-næmi þeirra – og hagnýt atriði varðandi aðlögun að lífrænum búskap. Málþingið var haldið með fjarfundarfyr-irkomulagi.

Prófessor Carlo Leifert er þýskur doktor í örverufræði við Southern Cross-háskólann í Lismore í Australíu hélt erindi á málþingi en hann útlistaði í sínum lestri niður-stöður úr samanburðarrannsókn á mismun í næringargildi lífrænt vottaðra matvæla og hefðbundinna. Hann greindi einnig frá víðtækri könnun í Bretlandi og Þýskalandi á innihaldsefnum í hveiti frá annars vegar lífrænt vottuðum og hins vegar hefðbundnum framleiðendum; bæði varðandi næringarinnihald og einnig óæskileg efni eins og skordýaeitur. Loks fór hann yfir rannsóknir á mögu-leg áhrif af neyslu lífrænt vottaðra matvæla á heilsu fólks.

Lífrænt vottaðar jurtir, kjöt og kúmjólk líklega heilnæmari

Varðandi fyrstu spurninguna, hvort einhver grundvallarmunur væri í næringargildi á milli lífrænt vottaðra matvæla og hefðbundinna, vitnaði hann til þriggja samanburðarann-sókna; á uppskornum jurtategundum, kúamjólk og kjöti – sem birtust í British Journal of Nutrition á árunum 2014 og 2016. Þar er gögnum úr öllum aðgengilegum vísindarann-sóknum um efnið safnað saman og niðurstöður gefnar út í samræmi við samanteknar upplýsingar. Þar er lífrænt vottuð matvæli metin innihalda um tuttugu prósent meira af andoxunarefnum í uppskornum jurtategundum að jafnaði, um fimmtíu prósent minna af kadmíum-magni og fjórum sinnum færri sýni innihalda leifar skordýraeiturs að meðaltali.Varðandi kjötafurðir þá gerir rannsóknin ráð fyrir fimmtíu sinnum hærra hlutfall Omega-3 fitusýrum í lífrænt vottuðum og tíu prósent minna af mýristínsýru og palmitínsýru, sem eru taldar skaðlegar.Í kúamjólk er gert ráð fyrir fimmtíu og fimm prósentum meira af Omega-3 fitusýrum í lífrænt vottuðum vörum, fjörutíu prósent hærra hlutfalli CLA-fitusýrum, sem eru taldar hafa jákvæð áhrif á líkamann, en sjötíu prósent lægra hlutfalli af joði.Unnið var úr niðurstöðum 343 rannsókna varðandi uppskornar jurtategundir, 67 rannsóknum á kjöti og 170 rannsóknum á kúamjólk.

Meira skordýraeitur í hefðbundinni hveitiframleiðslu

Í niðurstöðunum í samanburðinum á framleiðslu hveitis kemur í ljós að í ́87 prósent sýna í hefðbundinni framleiðslu greindust einhverjar leifar skordýrareiturs, en í 25 prósenta sýna í lífrænt vottaðri framleiðslu. Í 36 prósenta sýna í hefðbundinni framleiðslu fundust leifar af fleiri en einni tegund, en fjögur prósenta sýna í lífrænt vottaðri framleiðslu. Carlo sagði áhugavert að sjá í niðurstöðunum að í hefðbundinni hveitiframleiðslu hefði reynst vera tvöfalt meira magn skordýraeiturs í heilhveitimjöli, en í hvítu hveiti. Í lífrænt vottuðu hveiti eru leifar skordýraeiturs hins vegar svipaðar í heilhveiti og hvítu hveiti.

Lífrænt vottað heilhveiti reyndist innihalda mest af steinefnum.

Niðurstaða hans er að lífrænt vottuð matvæli reynast – í samanburði við hefðbundin matvæli – innihalda meira af góðum efnum fyrir líkamann, en minna af þeim slæmu. Neysla á lífrænum matvælum mun auka næringarinnihald matarins meira en neysla hefðbundinna matvæla. Einnig minnkar neysla á lífrænt vottuðum matvælum líkurnar á því að innbyrða óæskileg efnasambönd og eitruð. Rannsóknirnar bendi til þess að ávinningurinn af neyslu á lífrænt vottuðum matvælum sé mestur hjá þeim neytendum sem fylgja næringarviðmiðum um aukið hlutfall heilkorna, ávaxta og grænmetis í máltíðum.

Bændablaðið sagði frá