Bi­o­bú með nýj­an líf­ræn­an jóla­ost á markað

Mjólk­ur­búið Bi­o­bú hef­ur sett á markað nýj­an líf­ræn­an jóla­ost sem heit­ir Hátíðarost­ur. Í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu seg­ir að ákveðið hafi verið að fagna jól­un­um og gera nýj­an ost sem kem­ur í tak­mörkuðu magni.

Ost­ur­inn var unn­inn í sam­starfi við Mat­ar­búr Kaju / Café Kaju sem sér­blandaði krydd­blöndu sem ost­in­um er velt upp úr. Í henni er paprika, brodd­kúmen, her­bes de provence, sjáv­ar­salt, sinn­eps­fræ, hvít­lauk­ur og svart­ur pip­ar.

Ost­ur­inn fæst í Hag­kaup­um, Fjarðar­kaup­um, stærri Krónu­búðum, Mela­búðinni, Brauðhús­inu, Frú Laugu og Mat­ar­búri Kaju.

Hann er dá­sam­leg­ur einn og sér, á osta­bakk­ann, í mat­seld­ina eða það sem hug­ur­inn girn­ist!

For­svars­menn Bi­o­bús segja afar ánægju­legt að ost­ur­inn sé kom­inn á markað enda sé fátt skemmti­legra en að prófa sig áfram og gera nýtt. Vænt­an­leg­ar séu fleiri spenn­andi nýj­ung­ar frá fyr­ir­tæk­inu á næst­unni en Bi­o­bú mjólk­ur­bú not­ar ein­göngu líf­ræna mjólk og líf­ræn hrá­efni í sína fram­leiðslu. Úrvalið sam­an­stend­ur af fjöl­mörg­um teg­und­um af jóg­úrt, grískri jóg­úrt, ost­um og mjólk.

Mbl.is sagði frá