Nýji bærinn með 400 þúsund lítra af mjólk á ári

Eyði-Sandvík í Árborg

Um síðustu áramót byrjaði Biobú að taka inn lífræna mjólk frá bænum Eyði-Sandvík í Árborg.

Þetta er þriðja kúabúið sem fær lífræna vottun á framleiðslu sína, en það langstærsta og kærkomin viðbót því fyrirtækinu hefur lengi skort lífrænt vottaða mjólk til að vinna úr.

Eyði-Sandvík framleiðir jafnmikla mjólk og þau tvö kúabú samtals sem mest hafa lagt inn af mjólk til Biobús.
Þessi viðbót breytti leiknum fyrir Biobú og loksins var hægt að auka vöruúrval.

Lífræn grísk jógúrt með vanillubragði í 200 gr einingu

Ný vörulína af grískri jógúrt var búin að vera lengi í undirbúningi og kom á markað um áramótin. Viðtökurnar á nýju línunni voru mjög góðar og fóru hægt og þétt vaxandi. En um leið og fólk smakkar grísku jógúrtina okkar er ekki aftur snúið. Nú er svo komið að þeim tímamótum að við erum að fullnýta alla mjólk frá bæjunum þremur og þörf er á meiri mjólk.

En neytendur Biobús þurfa ei að örvænta því nýr bóndi er kominn með lífræna vottun og verður sagt frá því síðar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *