Omega -3 og -6

Omega-3 (n3) og Omega-6 (n6)

Nýjustu rannsóknir tengdar omega fitusýrunum

  • Um omega fitusýrurnar
  • Lífræn, náttúruleg fóðrun og omega fitusýrurnar
  • Rétt mataræði besta sólvörnin
  • Fita í fóðri dýra getur haft áhrif á heilbrigði barna á brjósti
  • Ekki aðeins CLA
  • Omega-3 lífsnauðsynleg líkamanum

Um Omega fitusýrur

Omega fitusýrurnar eru taldar lífsnauðsynlegar heilsu fólks til að viðhalda heilbrigðri líkamsstarfsemi. Þessar fitusýrur kallast á ensku “Essential fatty acids” eða EFA. Það eru aðalega tvær tegundir af EFA þ.e. omega 3 og omega 6.

Nýjustu rannsóknir gefa til kynna að nauðsynlegt sé að jafnvægi ríki í neyslu á Omega fitusýrum þar sem of mikið af Omega-6 hindrar upptöku á Omega 3. Ofneysla á Omega 6 hefur tengst sem sterkur orsakavaldur fyrir ýmsum sjúkdómum svo sem offitu, krabbameins, hjartasjúkdómum og öðrum þeim sjúkdómum sem hún að öðru leyti vinnur gegn sé hún í réttu hlutfalli við omega 3. Æskilegast er að hlutföllin séu 1:1 (ratio) Nú er talið að hlutföllin á omega 6:3 séu á bilinu 20:1 upp í 50:1 (Bandaríkin)

Omega 6 er í ríkum mæli í korni, soyjaafurðum, flestum jurtaolíum svo sem úr sojaolíu, sólblómaolíu, þistilolíu (safflower) og canola olíu og svo jurtasmjöri og smjörlíki. Þá er varað við hertum olíum. Allar þessar olíur eru yfirfullar af omega 6 en neysla á þeim raskar verulega hlutfalli omega 6:3 í líkamannum.

Aðal uppspretta omega 3 er í laufi grasa og í svifplöntum og þörungum. Það er ástæðan fyrir því að mjólk og kjöt frá nautgripum sem fóðraðar eru á grasi eingöngu eru hærri í omega 3 en nautgripir sem einnig eru fóðraðir á kornvöru. Fiskur er hár í omega 3 af því að hann borðar minni fiska sem áður hafa borðað enn minni fiska sem lifað hafa á þörungum og svifplöntum. Laxeldisfiskur er hins vegar snauður af Omega-3. Mælt er með neyslu á Extra virgin Olive olíu, coconut olíu, avocados og lífrænu smjöri og eða sem væri enþá betra, lífrænu smjöri frá grasfóðruðum kúm. Eins og kjöt af nautgripum sem ekki hafa verið fóðruð á korni er lambakjöt einnig ríkt af omega 3 og kjöt af villtum dýrum. Þá innihalda egg frá lífrænum hænum meira af omega 3 hafi þær aðgang að fræum (sem er hátt í omega 3) og ýmsum gróðri svo sem arfa og fleiru.

Lífræn, náttúruleg fóðrun og áhrif þess á CLA og Omega fitusýrurnar

Rannssóknir hafa sýnt fram á að kýr sem fóðraðarð eru á náttúrulegu fóðri, þ.e. ekki á kjarnfóðri, heldur eingöngu á gróffóðri eins og grasi eða heyihafi allt að því sjö sinnum meira af CLA (“conjugated linoleic acid” ) fitusýrunni í mjólkinni en þessi fitusýra er talin vera ein besta krabbameinsvörn sem fundin hefur verið i matvælum fram að þessu.

Í franskri rannsókn voru tekin sýni úr brjóstum 360 kvenna. Rannsóknin benti til þess að þær konur sem voru með hæsta gildi af CLA höfðu 74% minni líkur á brjóstakrabbameini en þær sem voru með lægsta gildið. Þær konu sem voru með hæsta gildið höfðu einnig mest af CLA í sinni fæðu.

Til að minnka hættu á krabbameini í brjóstum og komast í þann flokk sem er í minnstri áhættu kvað þetta varðar þurfa því samkvæmt þessu eingöngu að skipta um neyslu á mjólkurvörum frá því að nota mjólk sem framleidd er með hefðbundnum aðferðum yfir í það að nota mjólk frá framleiðendum sem eingöngu fóðra með lífrænu gróffóðri ( grasi/ heyi).

Rannsóknir hafa sýnt að í lífrænni mjólk þar sem eingöngu er um að ræða grasfóðrun inniheldur fimmfalt meira CLA en mjólk frá kúm í hefðbundinni framleiðslu þar sem einnig er fóðrað með kjarnfóðri. CLA innihald minnkar ef gefið er hey eins og á veturna en fer hærra á sumrin þegar kúnum er beitt á gras.

Það eru fleiri atriði heldur en aukið innihald á CLA fitusýrunni sem gera lífræna mjólk framleidda án kjarnfóðurs að eftirsóttum valkost og sem skiptir miklu máli varðandi hollustu vörunnar.Rannsóknir hafa sýnt að í mjólk eru bæði Omega 3 og Omega 6 fitusýrur. Báðar þessar fitusýrur eru okkur lífsnauðsynlegar.

Nú skulum við anda duglega að okkur og skoða í rólegheitum meðfylgjandi graf. Rannsóknir hafa sýnt að fóðrun hefur afgerandi áhrif á hlutföll þessara fitusýra og með því að gefa meira hey og minna kjarnfóður breytast hlutföll til hins betra.² Ástæðan er talin sú að í grasi er meira af Omega – 3s og minna af Omega – 6s heldur en í kjarnfóðri. Ef við lítum á töfluna að þá eru grænu súlurnar fyrir omega-3 og þær gulu fyrir omega-6. Eins og sést að þá eru súlurnar tvær lengst til vinstri í jafnvægi þ.e.a.s. jafnmikið eða svipað er af omega-3 og omega-6 í mjólk þegar gefið er eingöngu gras þar sem magn af omega 3 eykst en magn af omega 6 minnkar. Súlurnar í miðjunni sýna hlutfallið þegar fóðrað er með 2/3 gras og rest með kjarnfóðri og súlurnar lengst til hægri þegar fóðrað er með grasi að 1/3 og þá 2/3 með kjarnfóðri.

Kýr sem aldar eru á grasi eingöngu gefa líka efnameiri mjólk svo sem af beta-carotíni, vítamín A, og vítamín E. Ástæðan liggur í því að kýr sem fóðraðar eru eingöngu á grasi gefa minni mjólk og það gerir það að verkum að mjólkin verður hlutfallslega efnameiri. Þetta getur skapað vandamál hjá framleiðendum þar sem framleiðslan minnkar, en er mikil blessun fyrir neytendur þar sem hvert glas af mjólk er fullt glas af bætiefnum.³

1. Til að fræðast meira um EFA fitusýrur (essentaly fatty acid) :http://www.flax.com/newlibrary/ESSENT.html which contains summaries of a large number of published studies about omega-6 and omega-3 fatty acids. Or refer to The Omega Diet, a book I co-authored with internationally acclaimed fatty acid expert, Dr. Artemis Simopoulos. The Omega Diet has 24 pages of pertinent scientific references.

2. The data comes from: Dhiman, T. R., G. R. Anand, et al. (1999). “Conjugated linoleic acid content of milk from cows fed different diets.” J Dairy Sci 82(10): 2146-56.

3. Jensen, S. K., A. K. Johannsen, et al. (1999). “Quantitative secretion and maximal secretion capacity of retinol, beta-carotene and alpha-tocopherol into cows’ milk.” J Dairy Res 66(4): 511-22.
“Fengið á http://eatwild.com, heimasíðu Jo Robinson’s með leyfi Jo Robinson´s, Efnið er úr bókinni , Why Grassfed is Best!

Jo Robinson er á lista yfir söluhæstu höfundana hjá New York Times . Til að læra meira um aukin gæði matvæla vegna grasfóðrunar og áhrifa þess á heilsuna og eða til að kaupa bók hennar , Why Grassfed Is Best! eða The Omega Diet, farið á eatwild.com eða hringið í síma 206-463-4156 í gegnum West Coast business hours.

Rétt mataræði besta sólvörnin

19.07.02. Fæst okkar höfum komist hjá því að hafa heyrt það að sólin gæti verið okkur hættuleg bæði af sérfræðingum og í fjölmiðlum. Af því að þetta er ein útbreiddasta og lygilegasta goðsögn sem sjúklingar mínir eru haldnir reikna ég með að þið séuð haldin sama miskilning. Því miður hefur þessi goðsögn leitt til margra óþæginda og sjúkdóma.

Getur sól valdið húðkrabbameini? Að sjálfsögðu. Samt sem áður, undir eðlilegum kringumstæðum, verndar sólin okkur fyrir krabbameini. Að vera í sólskini er heilsusamlegt af mörgum ástæðum t.d við útvegun líkamans á D vítamíni. Sólskin getur líka minnkað líkur á MS sjúkdómi og brjóstakrabbameini.

Lykillinn er að brenna aldrei

Ameríska húðsjúkdómastofnunin vill baða okkur í sólkremi, en það er eitt af því síðasta sem við ættum að gera. Þau eru full af kemiskum efnum sem geta valdið vandamálum. Segjum svo að þau valdi okkur ekki tjóni, er nokkuð víst að þau eru gagnslaus, ef marka má Bresku húsðjúkdómastofnunina. Önnur rannsókn sem gerð var af the Journal of Photochemistry and Photobiology sýndi sömu niðurstöðu. Miklu nærtækara er að nota föt til að vernda sig fyrir of miklu sólskini.

Svo, kvað veldur íllkynja húðkrabbameini

Þetta kann að hljóma ótrúlegt, en það tengist hlutföllum á omega 6:3 í líkama okkar.

Faraldsfræðileg rannsókn leiddi í ljós að omega 6 fitusýran tengdist sem orsakavaldur að krabbameini þar á meðal íllkynja húðkrabbameini, en omega 3 virkaði sem hindrun á vöxt krabbameins. (Cancer Res 2000 Aug 1;60(15):4139-45)

Yfirgripsmikil rannsókn á vegum National Academy of Sciences leiddi í ljós að rétt hlutföll omega 6:3 í fæði væri lykilatriði í því að vernda okkur fyrir myndun húðkrabbameins. Áströlsk rannsókn sem gerð var fyrir 10 árum sýndi að húðkrabbamein var um 40% sjaldgjæfar hjá þeim sem borðuðu fisk. Þá var ekki litið til magns af omega 6 í fæðunni.

Svo, er þá nóg að passa upp á rétt hlutföll af omega 6.3. í fæðunni og hlaupa svo út í sólksinið? Nei, við verðum að fara varlega í að baða okkur í sólinni séum við ekki vön. 10 mínútur í sól fyrsta daginn er hæfilegt og síðan má auka útiveruna smátt og smátt.

Munið: Lykillinn er að brenna aldrei

Munið að nota aldrei sólaráburð. Notið frekar föt til að skýla ykkur fyrir of mikilli sól.

Aðalatriðið er að falla ekki í þá gryfju að halda að sólskin sé ykkur hættulegt. Það er einungis hættulegt séu þið kærulaus gagnvart mataræði ykkar. Ef þú ferð þá leið að sjá líkama þínum fyrir réttum hlutföllum á omega 6.3 getur þú haldið þér áfram í sólinni og lágmarkað þannig þau líkindi að fá húðkrabbamein.

Tekið úr fréttabréfi Dr. Joseph´s Mercola. Hann heldur út vefnum Dr. mercola.com. Þessi vefur er annar mest heimsótti helsuvefur í heiminum.

Fita í fóðri dýra getur haft áhrif á heilbrigði barna

Fjöldi barna með astma hefur margfaldast á síðustu árum. Samkvæmt nýjustu athugunum þurfa um 5 milljónir barna í bandaríkjunum að búa við astma, sem er fjölgun um helming frá því fyrir um áratug síðan.

Rannsóknir hafa sýnt að brjóstagjöf dregur úr áhættu á astma hjá börnum en þó ekki allar rannsóknir. Nú er komin skýring á því. Gæði brjóstamjólkur getur verið mjög breytileg milli kvenna og fer það eftir mataræði viðkomandi konu. Ef hún borðar fæðu sem inniheldur fitusýrur sem eru í neikvæðum hlutföllum kemur það fram í brjóstamjólk viðkomandi konu. Verum nákvæm og segjum að fæðan innihaldi lítið af omega 3 og mikið af omega 6, þá mun brjóstamjólk viðkomandi konu vera með sömu hlutföll af omega fitusýrunum. Þetta ójafnvægi á omega fituýrunum eykur áhættuna á því að barn viðkomandi konu fái asma.

Ef til vill má tengja þessa aukningu á astma hjá börnum breyttum fóðrunaraðferðum húsdýra, frá því að fóðra á grasi sem er ríkt af Omega 3 yfir í einhæfa kjarnfóðurgjöf (korn) sem er rík af Omega 6. Þetta neikvæða ójafnvægi á omegafitusýrunum kemur fram í dýrunum, afurðum þeirra, og kemur síðan að lokum fram í brjóstamjólkinni hjá þeim konum sem neita afurðanna og sem síðan enda hjá barninu

Duchen, K., R. Casas, M. Fageras-Bottcher, G. Yu, and B. Bjorksten. “Human Milk Polyunsaturated Long-Chain Fatty Acids and Secretory Immunoglobulin a Antibodies and Early Childhood Allergy.” Pediatr Allergy Immunol 11, no. 1 (2000): 29-39.

Þessar upplýsingar voru teknar á http://eatwild.com, heimasíðu Jo Robinson’s með leyfi Jo Robinson.

Ekki aðeins CLA

19.04.02.Til viðbótar af góðum áhrifum CLA, að þá hafa matvæli frá dýrum sem eingöngu eru fóðruð á grasi ákjósanlegt hlutfall af nauðsynlegum fitusýrum sem á ensku kallast “essential fatty acids” eða EFA. Það eru tvær tegundir af EFA þ.e. omega 3 og omega 6. Samkvæmt nýlegri franskri rannsókn að þá hafa konur sem borða fæðu sem er há í omega 3 og lág í omega 6 76 prósent minni líkur á að fá brjóstakrabbamein. Matvæli frá grasfóðruðum dýrum og vilt dýr hafa þessi jákvæðu hlutföll af omega fitusýrunum.

Maillard, V., P. Bougnoux, P. Ferrari, M. L. Jourdan, M. Pinault, F. Lavillonniere, G. Body, O. Le Floch, and V. Chajes. “Omega-3 and Omega-6 Fatty Acids in Breast Adipose Tissue and Relative Risk of Breast Cancer in a Case-Control Study in Tours, France.” Int J Cancer 98, no. 1 (2002): 78-83.

eatwilde.com sagði frá

Omega-3 lífsnauðsynleg mannslíkamanum

18.03.02. Fjöldi rannsókna hafa staðfest að börn sem eru lág í Omega – 3 fitusýrunni eru mun líklegri til að hafa vandamál sem tengjast ofvirkni og vandamálum tengdum námi, ásamt ýmsum hegðunarvandamálum. Skortur á Omega – 3 fitusýrum hefur einnig tengst öðrum sjúkdómum eins og þeim sem hér eru nefndir: Lesblindu, torlæsi, þunglyndi, offitu, hjartasjúkdómum, ofnæmi, liðagigt, ofbeldishneigð, minnisvandamálum, krabbameini, exemi og sykursýki.

Yfir 2000 vísindalegar rannsóknir hafa sannað að mjög mörg heilbrigðisvandamál eru tengd skorti á Omega – 3. Fæði Bandaríkjamanna er talið vera allt að því gjörsneytt Omega – 3, fyrir utan neyslu á nokkrum tegundum fisks. Talið er að 60% af bandaríkjamönnum líði skort á Omega – 3, og að 20% hafi svo lítið af Omega – 3 að það mælist ekki.

Heili mannsins er gerður úr meira en 60% fitu af ýmsum tegundum, alveg eins og vöðvar líkamns eru gerðir úr próteini og beinin úr kalki. En það er ekki sama úr hvaða fitu heilinn er gerður úr, sumar af þessum lífsnauðsynlegu fitugerðum fáum við ekki lengur úr fæðunni eins og við gerðum áður fyrr. Það sem verra er, við borðum nú manngerðar fitugerðir, svo kallaðar transfitusýrur og ómælt magn af mettaðri fitu og grænmetisolíum sem eru háar í Omega – 6 fitusýru, sem trufla upptöku líkamans á því litla af Omega – 3 sem við þurfum.

Ef skortur er á Omega-3 í blóðinu tekur líkaminn upp manngerðar transfitusýrur í staðinn sem yfirleitt er enginn skortur á. Það sem verra er að þessar manngerðu transfitusýrur eru ekki rétt byggðar fyrir líkamann, og nýtast því líkamanum ílla. Endurtekning á þessu ástandi dag eftir dag og ár eftir ár leiðir að lokum til þunglyndis ásamt öðrum áðurnefndum sjúkdómum. Þetta ástand er háskalegast fyrir börn þar sem heilinn er enn að þroskast. Taugakerfi þeirra þroskast hægar og börn kunna að hafa minnis og hegðunarvandamál af þessum orsökum.

Talið er að eftir 5-10 ár verði orðin almenn þekking á afleiðingum þessa skorts af jákvæðum fitusýrum í fæði og að það verði orðin bylting á því hvernig matvæli verða unnin og markaðsett.

Curr Atheroscler Rep. 2001 Mar;3(2):174-9

Dr. Marcola.com sagði frá