AB jógúrt með skógarberjum

Innihald:
Ófitusprengd mjólk, skógarberjamauk 13%, (agaveþykkni, vatn, brómber, bláber, jarðarber, náttúruleg bragðefni, þykkingarefni (E440i)), Lactobacillus acidophilus, Bifidobacterium bifidum, jógúrtgerlar.
Non-homogenised milk, woodberry puree 13%, (agavejuice, water, blackberries, bluberries, natural flavour, thickener (E440i)). Lactobacillus acidophilus, Bifidobacterium bifidum, yogurt cultures.

Næringargildi í 100 g:

Orka 349 kJ
83 kkal
Fita 3,4 g
Þar af mettuð 1,8 g
Kolvetni 10,4 g
Þar af af sykurtegundir* 10,3 g
Prótein 2,6 g
Salt 0,1 g
*Þar af mjólkursykur 4 g
Þar af hrásykur 4,9 g
Category:

Mjólkursýru kultúr

Lífræn jógúrt (1) er eins og jógúrt á að vera. Mátulega þykk með fersku og lifandi bragði. Hún er búin til úr mjólk frá kúm sem fóðraðar eru eingöngu á grasi. Ferska og milda bragðið kemur frá vinalegum jógúrtgerlunum og safaríku lífrænt ræktuðu ávöxtunum. Mikið magn ensíma og önnur hollusta jógúrtsins er kærkomin afrakstur þrautseigju og þolinmæði.

Lífræn jógúrt er tilvalinn kostur fyrir fólk sem sækist eftir nýjum og heilbrigðari lífstíl og fyrir fólk sem vill vita hvað það er að borða. Jógúrtin er án aukefna og fyrir sýringu á mjólkinni er engu bætt í og ekkert tekið úr. Enginn hvítur sykur er notaður og allt hráefni er lífrænt ræktað.
Í ávaxtajógúrtina er notaður lífrænn hrásykur.

Nokkrar erlendar rannsóknir hafa sýnt að mjólk sem framleidd er með lífrænum aðferðum hefur meira af lífsnauðsynlegum fitusýrum eins og Omega-3 (2) og svo af konjugerðu fitusýrunni CLA (3) .( 4-7 sinnum meira. Fer eftir árstíma og fóðrun.)

Íslensk samanburðarrannsókn hefur staðfest að um 28% meira er af omega-3 í lífrænni mjólk(4) . CLA er einnig fjölómettuð eins og omega-3. Þessar fitusýrur eru taldar mikilvægar fyrir efnaskipti líkamans og geta verndað okkur frá ýmsum læknisfræðilegum vandamálum þar á meðal þunglyndi. Þá hefurrannsóknarstofnun landbúnaðararins í Danmörku,
( Danmarks JordbrugsForskning 2004 ), einnig rannsakað innihald andoxunarefna og vítamína í lífrænni og hefðbundinni mjólk og sýna þær rannsóknir að lífræn mjólk í níu af hverjum tíu sýnum inniheldur mun meira náttúrlegra E-vítamína en hefðbundin mjólk. Hefur það m.a. í för með sér að geymsluþol hennar er betra.

Auk þessa sýna rannsóknirnar að innihald carótenóíða er tvisvar til þrisvar sinnum hærra í lífrænni mjólk en hefðbundinni en það hefur áhrif á bragðið því efnið á sinn þátt í að mynda ýmsa bragðþætti mjólkurinnar.

Jógúrtin er auk þess rík af próteini, kalki, og steinefnum. Til viðbótar við E vítamínið fylgir fitunni einnig fituleysanlegu vítamínin A og D.

Að jafnaði er minni mjólkursykur í lífrænni jógúrt sem er jákvætt fyrir fólk með mjólkuróþol.(5)

Neytendur velja lífrænt meðal annars vegna þess að þeir telja að náttúrulegri framleiðsla gefi af sér hollari matvörur. Rannsóknir staðfesta þetta.

Það að borða lífrænt kveður einnig í kútinn þá óvissu sem fylgir því að borða fæðu sem inniheldur ónáttúruleg efni.

Sex góðar ástæður til að velja Biobú jógúrt!

  1. Í henni eru engin aukefni, né önnur efni svo sem bragðefni, litarefni né rotvarnarefni.
  2. Meira er af CLA fitusýrum, en CLA byggir upp vöðva og bein, brennir fitu og er mjög virkt andoxunarefni. Margir vísindamenn hafa gengið svo langt að álíta CLA fitusýruna sem eina bestu krabbameinsvörn sem fundist hafi í matvælum fram að þessu.
  3. Í lífrænni jógúrt er meira af Omega-3 fitusýrum (38,4%), en hún er líkamsstarfsemi okkar lífsnauðsynleg.
  4. Enginn sykur er í hreinu jógúrtinni og aðeins lífrænn hrásykur í hinum tegundunum.
  5. Lífræn jógúrt er án manngerðra transfitusýra.
  6. Engin þykkingarefni né þurrmjólkurduft er notað

Lífrænn landbúnaður vinnur að bættu umhverfi, velferð dýra og betri heilsu.

 Jógúrt Hrein Jarðarberja Múslí
Næringargildi í 100g jógúrt
kJ   267  349  403
 64  83  96
Prótein (g)  3,0  2,5  2,6
Kolvetni (g)  4,0  11,2  12,1
Fita (g)  3,9  3,2   3,5

Samanburðarrannsókn unnin af Lýsi hf í desember 2002

Lífræn mjólk: Omega-3 fitusýrur í grunnhráefni: 2,16%
Hefðbundin mjólk: Omega-3 fitusýrur í grunnhráefni: 1,56%
Um 38,4% meira af Omega-3 í lífrænni jógúrt.

Upplýsingar frá Rannsóknarstofnun Mjólkuriðnaðarins. Meðaltal 52 sýna sem náðu yfir allt árið 2003

Lífræn mjólk: Mjólkursykur meðaltal ársins 2003: 4,54%
Hefðbundin mjólk: Mjólkursykur meðaltal ársins 2003: 4,72%
Um 4% minni mjólkursykur í lífrænni jógúrt!

Íslensk framleiðsla

Sú kenning að allur matur framleiddur á Íslandi sé lífrænn hefur lengi legið yfir vötnum hér á landi.

Kannski kemur það til af því að Ísland er stórt land með fáum íbúum, og umhverfisálag því tiltölulega lítið. Við höfum margar og vatnsmiklar ár og loftið ennþá tiltölulega hreint þar sem rok og rigning hefur fastan sess í veðurkerfi landsins. Þá er óspillt náttúra hlutfallslega stór hluti landsins. Þessar aðstæður eiga samnt lítið skilt við það hvernig landbúnaður er stundaður. Svo ef þér er sagt að allur landbúnaður á Íslandi sé “næstum því lífrænn” þá trúðu því ekki. Mest allur landúnaður á Íslandi er hefðbundinn.

Til Íslands eru flutt um 55.000 tonn af kemískum áburði til framleiðslu á fóðri fyrir skepnur og stærstur hluti korns fyrir kýr, og mest allt fóður fyrir svín , hænsni og kjúklinga er innflutt, aðalega frá Ameríku. Þá skiptir heldur engu hrein náttúra þegar kemur að öllum þeim hjálparefnum öðrum sem notuð eru til framleiðslu á mætvælum nú til dags.

Mjólkin í jógúrtinni er 100% íslensk

Við hjá Biobú erum stolt af því að geta upplýst neytendur um það að mjólkin sem notuð er í lífræna jógúrt er komin frá kúm sem fóðraðar eru á 1oo% íslensku grasi sem er einstakt á Íslandi þar sem kýr eru almennt líka fóðraðar með erlendum fóðurbæti (korni). Nokkrar ástæður eru fyrir því að ekki er fóðrað með korni, en aðalástæðan er sú að þannig verða kýrnar hraustari og mjólkin hollari. Ókosturinn er sá að kýrnar mjólka minnna en gefa í staðinn gæðameiri mjólk þar sem meira verður af Omega-3 og CLA fitusýrum í mjólkinni, en báðar eru taldar mjög hollar fyrir líkamann.

Almennt er viðurkennt að lífræn framleiðsla er umhverfisvænsta form landbúnaðar þar sem hvorki er notaður tilbúin áburður né eiturefni. Umbúðirnar utan um jógúrtina eru eins umhverfisvænar og kostur er. Ekkert ál er í þeim og plastnotkun í lágmarki. Til styrkingar dósunum er notuð pappaaskja sem flokka má með pappa og endurvinna.

En hvað þýðir “lífræn” jógúrt ?

  1. Lífræn jógúrt er jógúrt búin til úr gerilsneyddri, ófitusprengdri mjólk. Jógúrtin er vottuð lífrænt framleidd af vottunarstofunni Tún. Kýrnar sem gefa mjólkina í jógúrtina fá ekkert korn (kjarnfóður), aðeins gras og þörungamjöl. Lyfjanotkun er haldið í lágmarki, og er velferð dýra tryggð með góðum húsum, nægu rými og möguleikum á útiveru árið um kring. Skiptiræktun og stjórnun beitarálags tryggir verndun jarðvegs og gróðurs.
  2. Jensen, S. K., A. K. Johannsen, et al. (1999). “Quantitative secretion and maximal secretion capacity of retinol, beta-carotene and alpha-tocopherol into cows’ milk.” J Dairy Res 66(4): 511-22.
  3. Dhiman, T. R., G. R. Anand, et al. (1999). “Conjugated linoleic acid content of milk from cows fed different diets.” J Dairy Sci 82(10): 2146-56.

Verslanir sem selja lífræna jógúrt eru:

Hagkaup, Nóatún, Bónus, Krónan, Brauðhúsið Grímsbæ, Fjarðarkaup, Melabúðin, Pétursbúð, Rangá, Samkaup Úrval, Nettó og Græni hlekkurinn.