Skyr Mangó

Innihald:
Undanrenna, mangómauk 14%, (hrásykur, mangó  (34%), vatn, náttúruleg bragðefni, sýra (E300)), mjólkursýrugerlar, jurtahleypir.
Skimmed milk, mango puree 14%, (raw sugar, mango (34%), water, natural flavour, acid (E300)), milk cultures, vegetable rennet.

Næringargildi í 100 g:

Orka 337 kJ
81 kkal
Fita 0,4 g
Þar af mettuð 0,1 g
Kolvetni 12,3 g
Þar af af sykurtegundir* 11,3 g
Prótein 6,7 g
Salt 0,1 g
*Þar af mjólkursykur 3,5 g
Þar af hrásykur 4,8 g
Category:

Skyr að fornu

Biobú dreifir skyri í verslanir, um þrjár tegundir er að ræða, hreint, vanillu- og með mangóbragði. Viðtökur hafa verið mjög jákvæðar og fólk virðist almennt vera ánægt með skyrið.

Smá fróðleikur!
Skyr er ferskur súrostur sem framleiddur hefur verið á Íslandi frá örófi alda. Það er framleitt úr undanrennu og eru mjólkurpróteinin hleypt með gerjun. Skyr í einhverri mynd hefur vísast verið til á Íslandi frá landnámi.
Skyr er dæmi um þjóðlegan mat sem hefur náð að aðlagast nútímaþjóðfélagi með ágætum, en um leið hafa orðið breytingar á vörunni og aðferðum við framleiðslu hennar. Í stað hefðbundinnar skyrgerðar með pokasíun er skyr nú almennt framleitt með þrýstisíun.
Hjá Biobú er skyrið framleitt með gömlu aðferðinni, það er með pokasíun.

Skyr er ferskur súrostur sem framleiddur hefur verið á Íslandi frá örófi alda. Það er framleitt úr undanrennu og eru mjólkurpróteinin hleypt með gerjun. Skyr í einhverri mynd hefur vísast verið til á Íslandi frá landnámi. Þess er getið bæði í Grettis sögu og Egils sögu og er grafið var á Bergþórshvoli á 19. öld kom upp mjólkurvara sem virtist vera skyr.

Hvort skyrið, sem hleypt var á söguöld, var í grundvallaratriðum eins og hefðbundið skyr er í dag, veit enginn. Af Egils sögu að dæma var um að ræða ósíað skyr, þar sem það var drukkið, en í Grettis sögu er talað um „skyrkylla“ eða sekkjað skyr. Trúlega hefur skyr alla tíð verið mjög breytilegt frá einum bæ til annars og milli landshluta. Framleiðsla skyrs er flókin og byggist á mörgum þáttum, sem erfitt var að stýra við þær aðstæður sem Íslendingar bjuggu við áður fyrr. Þannig var undanrennan ekki stöðluð og þá ekki hitastig og tími við flóun eða hitastig við hleypingu. Síðast en ekki síst var samsetning skyrþéttans örugglega breytileg frá einum bæ til annars.

Skyr er dæmi um þjóðlegan mat sem hefur náð að aðlagast nútímaþjóðfélagi með ágætum, en um leið hafa orðið breytingar á vörunni og aðferðum við framleiðslu hennar. Í stað hefðbundinnar skyrgerðar með dúkasíun er skyr nú almennt framleitt með þrýstisíun.

Hjá Biobú er skyrið framleitt með gömlu aðferðinni, það er með dúkasíun.

Hreint skyr er heilnæm afurð sem byggist m.a. á eftirfarandi þáttum

  • Háu innihaldi próteina þar á meðal mysupróteina.
  • Mjög lágu fituinnihaldi.
  • Háu innihaldi kalks, fosfórs, kalíum og sinks.
  • Háu innihaldi B1 og B2 vítamína.

Heimildir: http://www.landbunadur.is