Mjólkurdreifing – uppfært

Að gefnu tilefni skal reynt að gera neytendum betur grein fyrir hvernig Biobú stendur að dreifingu á lífrænu mjólkinni svo auðveldara sé að nálgast mjólkina í þínu hverfi. Öðrum vörum Biobú er dreift um leið og mjólkinni, s.s. rjóma, jógúrt, skyri og skyrdrykkjum. Rétt er að benda á að um takmarkað magn er að ræða af mjólk í hverri búð en það fer eftir hve mikið er til af lífrænni mjólk hverju sinni.

Mjólk er pakkað tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum, mjólkinni er síðan dreift í eftirtaldar verslanir:

Mánudag: Brauðhúsið, Frú Lauga og Maður lifandi. Lendir í verslunum milli kl. 14. og 16.

Þriðjudag: Melabúðin, Græni hlekkurinn, Víðir Skeifan, Víðir Vesturbær, Hagkaup Skeifan, Hagkaup Eiðistorg, Hagkaup Akureyri. Lendir í verslunum milli kl. 13 og 15.

Fimmtudag: Hagkaup Kringlan, Hagkaup Smáralind. Lendir í verslunum milli kl. 9 og 11.

Föstudag: Fjarðarkaup, Hagkaup Garðarbæ, Melabúðin, Víðir Garðatorgi og Víði Skeifu. Lendir í verslunum milli kl. 13 og 14