Öll framleiðsla Biobús er framleidd samkvæmt reglum um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Markaðsetning lífrænnar ramleiðslu er háð því að viðurkennd vottunastofa hafi annast reglubundið eftirlit með öllu ferli þeirra frá ræktun og vinnslu til pökkunar í neytendaumbúðir. Vottunin tryggir að vara sem seld er undir merkjum lífrænnar framleiðslu sé framleidd samvkæmt skilgreindum kröfum. Öll framleiðsla Biobús er lífrænt framleidd og vottuð af TÚN

tun-vottunVottunarstofan TÚN er samstarfsverkefni bænda í lífrænni framleiðslu,fyrirtækja, sveitarfélaga og samtaka neytenda og verslunar. Tún er viðurkennd vottunarstofa á Evrópska efnahagssvæðinu.