Goðsögnin um kólesterolið

Rannsakendur hrekja þær hugmyndir, að kólesterol og mettuð fita sé orsök hjarta og æðasjúkdóma.Í röð fyrirlestra sem haldnir voru á austurströnd bandaríkjanna lýsti sænski læknirinn og vísindamaðurinn Uffe Ravnskov andstöðu sinni við þau ríkjandi sjónarmið þess efnis að kólesterol og mettuð fita væri orsök hjartasjúkdóma.

Í röð fyrirlestra sem haldnir voru á austurströnd bandaríkjanna lýsti sænski læknirinn og vísindamaðurinn Uffe Ravnskov andstöðu sinni við þau ríkjandi sjónarmið þess efnis að kólesterol og mettuð fita væri orsök hjartasjúkdóma.

Ravnskov vill meina að ekkert samband sé milli kólesterols og hjartasjúkdóma, og að rannsóknirnar sem fylgendur megrunarfæðis til aðstoðar æða og hjartasjúklingum byggja á séu ekki marktækar og svarta hliðin á þessari stefnu sé neysla á kólesterol lækkandi lyfjum og hættan á ofneyslu á jurtaolíum.

Ravnskov segir að yfir 30 virtir vísindamenn og rannsakendur hafi látið í ljós skoðanir sínar í fjölda greina á opinberum vattfangi þar sem ríkjandi stefna ( the diet-heart theory) í þessum efnum er gagnrýnd. “Engin faraldsfræðileg rannsókn né læknisfræðileg prófun hefur verið gerð varðandi áhrif fituskerts fæðis á hjartasjúkdóma. Þetta sé ágiskun sem sé byggð á “óskhyggju”

Ranskov og skoðanabræður hans vilja meina að ekkert samband sé á milli neyslu á mettaðri fitu og kólesterols í blóði. Fái líkaminn ekki kólesterol úr fitu býr hann það til úr kolvetnum. Kólesterolið sé í raun eins og okkar besti vinur og sé hluti af varnarkerfi líkamans. Hátt kólesterol sé ekki hættulegt í sjálfu sér en geti verið vísbending um að eitthvað sé að í líkamanum. Líkja megi kólesteroli við slökkviliðsmenn. Þar sem eldur er þar eru slökkviliðsmenn, en þeir eru ekki orsök eldsins. Ríkjandi kenning sé byggð á hugarburði og til þess eins fallin að koma heilbrigðu fólki undir læknishendur. (sextán billjónum dollara á ári er varið í kólesterlækkandi lyf í Bandaríkjunum)

Rannsakendur hrekja þær hugmyndir, að kólesterol og mettuð fita sé orsök hjarta og æðasjúkdóma.

Í röð fyrirlestra sem haldnir voru á austurströnd bandaríkjanna lýsti sænski læknirinn og vísindamaðurinn Uffe Ravnskov andstöðu sinni við þau ríkjandi sjónarmið þess efnis að kólesterol og mettuð fita væri orsök hjartasjúkdóma.

Fleiri upplýsingar um skoðanir og rök Dr Ravnskov´s:
www.ravnskov.nu/cholesterol.htm.