CLA fitusýran

CLA, Beygða fitusýran (e. Conjugated Linoleic acid )

CLA fitusýranNýlega uppgötvuð fitusýra, CLA fitusýran, hefur heldur betur náð að fanga athygli vísindamanna hin síðari ár vegna athyglisverðra eiginleika. Þarmabakteríur sem lifa í meltingarfærum jórturdýra geta búið til þessa fitusýru úr línolsýru, fái dýrin rétt fóður. Kýr sem lifa á heyi geta t.d. myndað hana, en ekki ef þær lifa á öðru fóðri og menn eru með öllu ófærir um það. Samsetning CLA var fyrst einangruð árið 1983 af Michael W Pariza, Ph.D of the University of Wisconin.

Það er rétt um áratugur síðan vísindamenn áttuðu sig fyrst á hollustugildi CLA. Aðal uppspretta CLA er í mjólkurfitu frá kúm sem fóðraðar eru á grasi. Hún finnst einnig í nauta og lambakjöti. CLA innihald minnkar í mjólk frá kúm sem fóðraðar eru einnig á kjarnfóðri ( blöndu af maís, höfrum, byggi og soya). Í rannsóknum hefur komið fram að allt að sjö sinnum meira er af CLA í mjólk frá kúm sem aðeins eru fóðraðar á grasi. Fituskert mjólk hefur einnig minna af CLA þar sem CLA fylgir fitunni.

CLA innihald í mjólk getur verið mjög breytilegt eða frá 2 mg upp í 11 mg í hverju gr af fitu og er mest í mjólk sé kúnum beitt á gras, en minnkar þegar þær fá hey. Minnst CLA hefur mælst í mjólk þegar einnig er gefið kjarnfóður. Þannig hefur CLA stöðugt farið minnkandi í mjólk frá því sem áður var vegna stöðugt aukinnar korngjafar.

Rannsóknir hafa sýnt að CLA vinnur á mjög áhrifaríkan hátt gegn vexti krabbameinsfruma, og hefur brjóstakrabbamein verið nefnt sérstaklega í því sambandi. CLA er talin vera ein besta krabbameinsvörn sem fundist hefur í matvælum. Þá er hún góð fyrir ónæmiskerfið og verndar frumur fyrir skemmdum t. d. vegna öldrunar eða skaðlegra efna í fæðu eða umhverfi.

myndEnda þótt CLA virðist ekki beinlínis vera oxunarvarnarefni (eyði stakeindum) er það þó 300% áhrifaríkara við að verja frumuhimnur fyrir árásum stakeinda en E vítamín.

Aðrir kostir CLA og ekki síður merkilegir er að hún bremsar af fitusöfnun og örvar um leið vöðvavöxt. Tilraunir á fólki sem gerðar hafa verið, benda til að 3 gr. af CLA á dag auki vöðva og minnki samtímis líkamsfitu, jafnvel um allt að 46% á minna en þrem mánuðum. Svo virðist að CLA hindri uppsöfnun á fitu í líkamanum og styrki þannig um leið vöðvavöxt.

Ný rannsóknarstöð rannsakar CLA – fitusýrur í mjólk

Ný rannsóknarstöð í nautgriparækt hefur tekið til starfa í Danmörku. Nýja stöðin kemur í stað 3 annara stöðva sem verða lagðar niður. Stöðin mun hýsa 150 kýr, 150 kvígur og 150 gripi til kjötframleiðslu. Eitt af þeim verkefnum sem ákveðið hefur verið að rannsaka er m.a. oxun fitusýra í mjólk frá spenaenda til tankbíls og svo CLA -fitusýrur í mjólkurfitu og áhrif fóðrunar á magn þeirra.

Dýr fóðruð á CLA ríku smjöri höfðu sterkari bein

Dýrarannsóknir sýndu fram á að CLA eykur beinvöxt. Kjúklingar og rottur sem fóðruð voru með CLA ríku smjöri höfðu sterkari bein en þau dýr sem fóðruð voru með annarskonar fitu. Rannsakendur röktu þennan aukna beinvöxt til CLA, sem hefur þann eiginleika að hindra offramleiðslu á bólguvaldandi ástandi sem kallast PGE2. Mjólk frá kúm sem eingöngu eru fóðraðar á grasi inniheldur um 2-5 sinnum meira CLA en mjólk sem framleidd er með hefðbundnum hætti.

(Watkins, B. A. and M. F. Seifert (2000). “Conjugated linoleic acid and bone biology.” J Am Coll Nutr 19(4): 478S-486S.)

Fleiri áhrifavaldar fyrir breytilegum styrk omega-3 og CLA í mjólk

Magn hollu fitusýranna CLA og omega-3 í kúamjólk er háð mörgum þáttum, þar á meðal ætterni, erfðum einstaklinga, aldri, og jafnvel árstíðum. Núna er kominn vitneskja um enn einn áhrifavaldinn sem er lofthiti. Mjólk og ostur úr kúm sem dvelja hátt upp í ölpum, eða kýr sem eru aldar á kaldari svæðum virðast hafa meira omega-3 og CLA.

Ástæða? Það hefur með frostvarnarefni plöntunnar að gera. Omega-3 stendur lengur fljótandi við lágan hita en aðrar mettaðri fitusýrur. Plöntur sem þurfa að standast kaldara veðurfar þurfa meira af þessu náttúrulega frostvarnarefni, til að halda frumuhimnunum fljótandi. Kýr sem aldar eru á slíku grasi fá meira af omega-3s, sem þær geta breytt yfir í aðra góða fitu sem er CLA. Kýr sem aldar eru við þessar aðstæður hafa um tvisvar sinnum meira af CLA en kýr sem aldar eru á heitari stöðum.

Vefur Eat Wild. com sagði frá